top of page
pexels-eberhard-grossgasteiger-844297.jpg

Hver erum við 

Við í TC Ísland styðjum fólk í bataferli frá fíknivanda og hjálpum því að byggja upp heilbrigt líf í anda kristilegra gilda. Starfið okkar er hluti af alþjóðlegu Adult & Teen Challenge samtökunum, sem starfa í yfir 125 löndum. 

Hvað er TC Ísland

TC Ísland eru samtök sem hafa verið starfræk síðan 2020. Við erum tengd samtökum sem eru að störfum um allan heim og heita Teen Challenge eða Adult & Teen Challenge. Þar sem ekki er unnið með unglinga heldur aðalega 18 ára og eldri. Þessi samtök rekja uppruna sinn til þess að maður að nafni David Wilkersson fór á götur New York borgar til þess að segja ungu fólki, sem var flækt í glæpaklíkur og eiturlyfjaneyslu, frá Jesú. Þetta leiddi til þess að líf fjölda fólks tók gríðarlegum breytingum á stuttum tíma og hefur þetta skilað miklum árangri fyrir einstaklinga jafnt sem fjölskyldur og samfélagið í heild sinni út um allan heim. Samtökin hafa þróað hugmyndafræði sína og efni til vinnslu og eru vel metin í þeim 125 löndum sem þau eru starfræk í. Mælum með að skoða heimasíðu global TC sem halda utan um öll TC úrræði á heimsvísu. Heimasíða: Global TC

New York City
bottom of page