.png)
TC skólinn
TC Skólinn hefur verið starfræktur á Íslandi síðan sumarið 2020. Við bjóðum upp á daglegt prógram sem byggir á kristilegum grunngildum og trúarlegri nálgun. Skólinn samanstendur af opnum hópi og framhaldshópi (Biblíuskóla).
• Opinn hópur: Fyrsta skrefið þar sem fólk kynnist starfinu og byggir upp styrk.
• Framhaldshópur: Fyrir þá sem sýna áhuga og árangur í opna hópnum.
Við erum lifandi samfélag sem aðlagar sig að þörfum hvers hóps og aðstæðum. Skólinn hefur verið haldinn á ýmsum stöðum, þar á meðal í Fríkirkjunni Veginum, Fíladelfíu, Hvítasunnukirkjunni á Akureyri og núna á Draumasetrinu.
Markmið okkar er að opna eigið áfangaheimili með úrræðum sem við höfum þróað og byggt upp síðustu ár.


TC hjálparhönd
TC Hjálparhönd hóf starfsemi í apríl 2024. Markmið okkar er að þjóna heimilislausum og fólki með fíknivanda með kærleika og virðingu.
• Götustarf: Á fimmtudögum göngum við Laugarveginn með kaffi og kökur og heimsækjum gistiskýlin á Lindargötu og Granda.
• Daglegt samtal: Starfsmaður okkar, Agata, heimsækir Kaffistofu Samhjálpar alla virka daga, spjallar við gesti og biður fyrir þeim sem vilja.
• Kaffihús TC: Á fimmtudögum kl. 18:30 hittumst við á Kaffistofu Samhjálpar, erum með lofgjörð, deilum hugleiðingum og endum stundina með bæn og samfélagi.
Við erum þakklát fyrir bíl sem fenginn var með styrkjum og dreymir um að eignast eigin húsnæði fyrir hópastarf og samveru.
TC fangelsisþjónusta
Í byrjun árs 2025 hefjum við þjónustu á meðferðargangi Litla Hrauns. Teymi okkar, sem samanstendur af einstaklingum með reynslu úr fangelsiskerfinu eða samfélagsþjónustu, heimsækir fangelsið 2–3 saman.
Markmið okkar: Að miðla því að líf með Jesú veitir lausn og hjálpar fólki að snúa við blaðinu.
