top of page

Vonarljós

Kvennameðferð

IMG_7137.jpg

Meðferðin okkar

Kvennameðferð Teen Challenge Ísland leggur áherslu á heildræna uppbyggingu til anda, sálar og líkama í fallegu og nærandi umhverfi. Með alþjóðlegu efni frá Teen Challenge vinnum við markvisst að bataferli einstaklingsins. Með okkur starfar listmeðferðarfræðingur sem leiðir áfallavinnu bæði í hóp og einstaklingsviðtölum. Einnig er hjúkrunarfræðingur sem er handleiðari og áfengis- og vímuefnaráðgjafi, hún mun vera með hóphandleiðslu.  

IMG_7141.jpg

Samfélag

Við trúum því að ein mikilvægasta leiðin til bata sé samfélag. Að vera með öðrum sem styðja þig í gegnum ferlið og halda utan um þig eftir að meðferð lýkur skapar styrk, von og varanlegan bata. Meðferðin er langtíma meðferð sem skipt er upp í nokkur tímabil. Unnið er markvisst að því að undirbúa konur til að verða virkir þátttakendur í samfélaginu eftir að meðferð líkur.

IMG_7141.jpg
IMG_7143.jpg

Umsókn um meðferð

bottom of page