.png)

UM TC ÍSLAND
TC Ísland eru samtök sem hafa verið starfræk síðan 2020. Við erum tengd samtökum sem eru að störfum um allan heim og heita Teen Challenge eða Adult & Teen Challenge. Þar sem ekki er unnið með unglinga heldur aðalega 18 ára og eldri. Þessi samtök rekja uppruna sinn til þess að maður að nafni David Wilkersson fór á götur New York borgar til þess að segja ungu fólki, sem var flækt í glæpaklíkur og eiturlyfjaneyslu, frá Jesú. Þetta leiddi til þess að líf fjölda fólks tók gríðarlegum breytingum á stuttum tíma og hefur þetta skilað miklum árangri fyrir einstaklinga jafnt sem fjölskyldur og samfélagið í heild sinni út um allan heim. Samtökin hafa þróað hugmyndafræði sína og efni til vinnslu og eru vel metin í þeim 125 löndum sem þau eru starfræk í. Mælum með að skoða heimasíðu global TC sem halda utan um öll TC úrræði á heimsvísu. Heimasíða: Global TC
Við byggjum hugmyndafræði okkar og námsefni bæði á Biblíunni og þeim ýmsum kenningum sem fram hafa komið síðustu ár í tengslum við fíknivanda og bataferli. Námsefnið er gott og víðtækt, það hjálpa fólki að öðlast bata við fíknivanda á hvaða sviði sem er. Við bjóðum upp á hagnýtar kennslur sem nýtast í daglegu lífi og snúa að þvi að læra að nýju að takast á við lífð, tilfinningar og sársauka frá fortðiðinni. Námskeiðin sem TC býður upp á fara annars vegar í gegnum efni sem gagnast fólki á göngu þeirra með Guði og hins vegar í ákveðna innri vinnu, þar sem tekist er á við hjartans mál. Við leggjum áherslu á að allt sem við gerum veiti nemendum færi á að rækta sitt samband við Guð, líkt og 11 spor AA samtakanna gerir grein fyrir. Markmiðið er ávallt að undirbúa nemendur fyrir lífið eftir skólann, líkt og hvernig hægt er að tækla verkefni dagsins án þess að hörfa aftur í gamla farið.